Blogg | Sigrún einars
þriðjudagur 15. mars 2022
Listræn endurvinnsla - Borðleggjandi bakkar

Klippimyndabakki - LISTRÆN ENDURVINNSLA
Hér fer saman íslensk hönnun og handverk úr 
endurunnu bóka- og tímaritarefni og spónarblöðum. Hver bakki er sjálfstætt listaverk sem bæði er hægt að henga uppá vegg eða nota á borð = borðleggjandi!

Engir tveir bakkar eru eins! -  svo ef þú sérð einn sem þér líst á -  ekki hika - því hann gæti farið fljótt!

Lýsing vöru:

  • Lengd: 48 cm
  • Breidd: 15 cm
  • Hæð: 2 cm
  • Bakkanir eru tvílakkaðir til verndar yfirborðinu.

    Hér eru nokkur dæmi um notkunarmöguleika:

    • Fyrir kökur
    • Fyrir smurt brauð, flatkökur og annað brauðmeti.
    • Fyrir ýmsar uppstillingar með fallegum hlutum
    • Fyrir kertaglös*
    • Fyrir jólaskraut og uppstillingar 

    * Passa að kertaglösin hafi þykkan botn, EKKI setja sprittkerti beint á bakka.

    Meðhöndlun

    • Bakkarnir mega ekki fara í uppþvottavél né liggja í bleyti
    • Þrífa þá með rökum klút. 
    • Ekki skera á þeim með beittum hnífi

    Heimsókn á vinnustofuna mína
    Í gegnum árin hef ég verið svo heppin að hjá mér hafa verslað margir fagurkerar sem leita að einstökum gjöfum sem ekki finnast víða, hvort sem er fyrir sjálfasig eða aðra og þar sem fer saman íslensk hönnun og listræn endurvinnsla. Ef þig langar að sjá og velja vörur ertu velkomin á vinnustofuna mína í Kópavoginn, hafðu bara samband áður í 699-1179.  

    Sagan að baki hugmyndinni:
    Ég hef alltaf verið mikill bókaormur og sem hönnuður hugsaði ég hvernig ég gæti gefið bókum framhaldslíf í formi nytjahlutar en sem væri jafnframt falleg hönnun og handverk. Að auki langaði mig að nota hráefni sem tengist Íslandi og ef það eru ekki bækur – þá veit ég ekki hvað!

    Bókmennta-arfur og menning okkar er einstök á heimsvísu ... og vissir þú að Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO 2011, sú fyrsta sem ekki tilheyrir ensku málsvæði! Öllu þessu ofangreindu vil ég hampa í minni hönnun og handverki.

    þriðjudagur 14. júní 2022
    About Icelandic literature

    With around 330.000 inhabitants, Iceland is certainly one of the smallest book markets in the world. Nevertheless, it boasts one of the highest rates of books per capita (3.5 books every 1,000 inhabitants!) and Icelanders are famous as a nation of bookworms. According to a study conducted by Bifröst University in 2013, 50% of them read at least 8 books per year, while an impressive 93% of them read at least one. What is more, according to BBC Magazine, one in ten Icelanders will publish a book in their life!

    Despite its small size, Iceland can pride itself of a long-standing literary tradition, dating back to the 13th-century sagas, which represent a stronghold of Icelandic national identity. In more recent times, Icelandic literature came under the international spotlight when novelist Halldór Laxness was awarded the Nobel prize (1955). Nowadays, many Icelandic authors enjoy great success abroad and some of them are widely translated into other languages. Some examples are the crime authors Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir, and Ragnar Jónasson – to mention but a few.

    The culture of giving books as presents is very deeply rooted in how families perceive Christmas as a holiday. This tradition began during World War II once Iceland had gained its independence for Denmark in 1944. Paper was one of the few commodities not rationed during the war, so Icelanders shared their love of books even more as other types of gifts were short supply. This increase in giving books as presents reinforced Iceland’s culture as a nation of bookaholics. Normally, Icelanders  give the presents on the night of the 24th and people spend the night reading and munching!

    study conducted by Bifröst University in 2013 found that half the country’s population read at least eight books a year. Many Icelanders will publish a piece of writing in one form or another during their lifetime (a book, a newspaper article, a poetry collection, etc.), and they also read more books per capita than any other people in the world. With 330.000 inhabitants Iceland is one of the smallest book markets in the world. Nevertheless, they boost one of the highest rates of books per capita (3.5 books every 1,000 inhabitants!)



    þriðjudagur 14. júní 2022
    Spilastokkur - sagan að baki

    Íslensku landnámsdýrin – spilastokkur
    Hugmyndin að baki

        Ég fékk hugmynd að litaskiptum spilum fyrir mörgum árum síðan – og ég vildi hafa spilastokkinn gataðann alveg í gegn. Mér fannst þetta svo brill hugmynd að ég var viss um að það væri til fullt af slíkum spilum!  En svo var nú ekki raunin svo ég fór í fótspor Litlu Gulu Hænunnar og dreif mig í gang.
    Og þú spyrð þá kannski af hverju datt mér þetta í hug? Jú ... við vitum að hjarta og tígull eru rauð og spaði og lauf svört. Af ýmsum ástæðum eru það margir – og þá ekki aðeins börn – sem eiga erfitt með að greina á milli sortanna sem ég nefndi. Þar með kom hugmyndin um litaskipt spil – og þá kom næsta spurning; hvaða liti skildi velja?... og eftir alls konar litapælingar endaði ég í því einfaldasta = gulur-rauður-grænn og blár. Og þá ertu kannski með spurningu; Af hverju þetta gat? – jú þar kemur saman fagurfræði og hagkvæmni – það er mjög fallegt að sjá spilin þegar þeim hefur td. verið snúið um öxul sinn og þau breiða úr sér eins og blævængur, alveg ótrúlega smart -  og í annan stað þá eru spilin alltaf á sínum stað á borðinu. Sem sagt bæði kúl og praktískt.

    Eftir mikla hugmynda- og skissuvinnu ákvað ég að hafa íslensku landnámsdýrin í aðalhlutverki og teikna þau í glaðlegri og einfaldri útgáfu.... og það að gera eitthvað einfalt er yfirleitt aldrei einfalt í framkvæmd ha, ha... !  En mér finnst það hafa tekist nokkuð vel þarna hjá mér.
    Frá því að ég lærði til leiðsögumanns (2004) og las um landnámsdýrin hef ég verið heilluð af þrautseigju þeirra að lifa af sem og litfögru útliti... en þá má svo sem líka setja okkur íslendinga undir sama hatt, við erum bæði þrautseig og litfögur! – enda eru að sjálfsögðu íslenskar drottningar og kóngar í spilunum og sem ávallt eru einhverjir gosar innan um. ☺ Spilin eru í sérhönnuðum fallegum umbúðum, með í kassanum fylgir trékubburinn sem spilin eru geymd á og ekki síst er bæklingur sem segir frá hverju dýri sem kemur fyrir á spilunum og sérstöðu þeirra á heimsvísu og annað smálegt um spilin sjálf . Þetta er góður bæklingur á íslensku, ensku og frönsku og því ekki síður frábær gjöf að taka með til vina erlendis. 

    Ég er af þeirri kynslóð að við krakkarnir „lékum” okkur daganna langa – ef ekki var útiveður var dundað inni og oftar en ekki að spila á spil. Spilamennskan fór fram miðað við aldur;  – fyrst var spilaður Veiðimaður eða Langa vitleysa – (svo Ólsen-Ólsen, Rommý, Rússi o sv.fr.) og mikið ROSALEGA hefði þá verið gaman að hafa spilin mín!... maður minn – miklu skemmtilegra að safna hestum, músum, kisum... heldur en tvistum, þristum, fjörkum... Og líka miklu auðveldara að rugla ekki saman sortum í Rommý og Ólsen. 

    Ég var mikill dundari og lék mér oft ein, bjó til minn eiginn heim og oftar en ekki dundaði ég mér við að byggja spilaborgir (þá var parket ekki komið í tísku – allt var teppalagt) þessi byggingarstarfsemi kallaði á þolinmæði, varkárni og einbeitingu. Stundum bjó ég til lítil þorp og klippti út litlar dúkkulísur sem ég notaði sem fólkið í þorpinu. Ég hafði þessa minningu sterklega í huga með spilin mín – þvílíkt sem hægt er að byggja litfagrar og glaðlegar spilaborgir og ekki amalegt að hafa sællegar og brosandi kýr á húsagafli og teikna hund, kött og önnur dýr og klippa út og nota í leikinn. Ég hugsaði nefnilega spilin mín líka til þess að ýta undir meðfætt dund hjá börnum og þá kemur að okkur fullorðna fólkinu og gefa okkur tíma til að kenna þeim og vera með þeim við þá iðju.

    Ekki síður eru spilin mjög svo skemmtilegur ferðafélagi  fyrir bæði fullorðna og börn. Hver kannast ekki við spurninguna; Hvenær komum við? ... jafnvel spurt í Ártúnsbrekkunni! – þá er gaman að hafa spilastokkinn og láta draga spil og upp kemur eitthvert dýr og þá að lesa um það í bæklingi – byrja að kíkja eftir hvort það sjáist á leiðinni og jafnvel bæta við meiri fróðleik, segjum að hestur hafi komið upp, þá má segja frá vetrarfeldi – mismunandi litum, að hann hafi verið kallaður þarfasti þjónninn, að þetta hafi verið “bíllinn” í gamla daga – að enn sé afl bíla mælt í hestum (hestöflum) og fleira í þessum dúr. Ef að upp eru dregin mannaspil má nefna að eftir afleiðingar Móðuharðindanna voru bara 40.000 íslendingar eftirlifandi!