Klippimyndabakki - LISTRÆN ENDURVINNSLA
Hér fer saman íslensk hönnun og handverk úr endurunnu bóka- og tímaritarefni og spónarblöðum. Hver bakki er sjálfstætt listaverk sem bæði er hægt að henga uppá vegg eða nota á borð = borðleggjandi!
Engir tveir bakkar eru eins! - svo ef þú sérð einn sem þér líst á - ekki hika - því hann gæti farið fljótt!
Lýsing vöru:
Hér eru nokkur dæmi um notkunarmöguleika:
* Passa að kertaglösin hafi þykkan botn, EKKI setja sprittkerti beint á bakka.
Meðhöndlun
Heimsókn á vinnustofuna mína
Í gegnum árin hef ég verið svo heppin að hjá mér hafa verslað margir fagurkerar sem leita að einstökum gjöfum sem ekki finnast víða, hvort sem er fyrir sjálfasig eða aðra og þar sem fer saman íslensk hönnun og listræn endurvinnsla. Ef þig langar að sjá og velja vörur ertu velkomin á vinnustofuna mína í Kópavoginn, hafðu bara samband áður í 699-1179.
Sagan að baki hugmyndinni:
Ég hef alltaf verið mikill bókaormur og sem hönnuður hugsaði ég hvernig ég gæti gefið bókum framhaldslíf í formi nytjahlutar en sem væri jafnframt falleg hönnun og handverk. Að auki langaði mig að nota hráefni sem tengist Íslandi og ef það eru ekki bækur – þá veit ég ekki hvað!
Bókmennta-arfur og menning okkar er einstök á heimsvísu ... og vissir þú að Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO 2011, sú fyrsta sem ekki tilheyrir ensku málsvæði! Öllu þessu ofangreindu vil ég hampa í minni hönnun og handverki.