Gagnlegar upplýsingar | Sigrún einars
Gagnlegar upplýsingar
Um sigruneinars.is
Íslensk hönnun og handverk. Vörur framleiddar innanlands eða handgerðar af hönnuði. Opin vinnustofa eftir samkomulagi að Huldubraut 30, 200 Kópavogi. Sími 699-1179 - sigruneina@gmail.com
Sendingarmátar
Að jafnaði sendi ég vörur samdægurs á virkum dögum eða næsta virka dag, eftir því hvenær pöntun berst mér. Ég sendi þér póst þegar ég fer með pakkann til flutningsaðila. Ég nota þjónustur frá posturinn.is og frá dropp.is og þú velur hvað hentar þér. Sendingarkostnaður og skilmálar eru samkvæmt þeirra verðskrá. Þjónusta flutningsaðila er svo allt frá því að afhenda vörur samdægurs og upp í 3-4 virka daga. Það veltur á hvaða þjónusta er valin og hvar á landinu vöruafhending á að fara fram. Á álagspunktum í kringum stóra verslunardaga getur þjónusta flutningsaðila dregist örlítið. Athugið að frítt af pöntunum yfir 15.000kr
Skilafrestur
Ef að vara er gölluð að þínu áliti skaltu hafa samband innan 7 daga frá viðtöku. Passaðu bara að varan þarf að vera ónotuð!
Þú getur sent tölvupóst á sigrun@sigruneinars.is eða hringt í mig 699-1179 og við leysum málið saman.
Vörur sem pantaðar eru á vefverslun sigruneinars.is eru sendar með Póstinum ehf. og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Þeir bera ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Allar sendingar eru skráðar sendingar og þú nærð í pakkann á næsta pósthús. Ekki er innifalið í því verði heimkeyrsla, né neinar tryggingar eða "leitarmöguleikar" (tracking). En það er valmöguleiki að fá heimkeyrslu og tracking.
  • Sendingarkostnaður kemur fram þegar sendingarmáti er valinn.
  • Gera þarf ráð fyrir að það taki 1-4 virka daga að afhenda sendingu.
  • Þú getur líka sótt á vinnustofuna mína að Huldubraut 30, 200 Kópavogi, þegar staðfesting frá mér um vörukaup hefur verið móttekin en við þurfum að heyrast áður í 699-1179
Greiðsluskilmálar
Hægt er að greiða með kreditkortum eða með millifærslu í banka.
  • Þú getur notað hvort sem er Visa eða Mastercard. Þegar þú greiðir með kreditkorti ferðu sjálfkrafa yfir á greiðslusíðu Valitor og slærð þar inn kortaupplýsingar. Ég sé aldrei þínar kortaupplýsingar heldur fæ ég eingöngu staðfestingu um að greiðsla hafi verið innt af hendi.
  • Þú getur líka staðgreitt vöru með því að leggja inn á bankareikning 0133-26-200258 kt. 580893-2369 (Silfursteinn ehf.) Ath. Sé vara ekki greidd innan sólarhrings frá pöntun er pöntununni sjálfkrafa eytt út.
Þessir skilmálar eru verslunarskilmálar sigruneinars.is og tóku gildi þann 1. Apríl 2022
Skilmálarnir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda.