Um mig | Sigrún einars
Um mig og mína hönnun
Ég hef unnið við hönnun í rúm 30 ár! Útskrifaðist sem grafískur hönnuður og myndskreytir frá Parson School of Design in Paris. Vann við það þangað til ég fór í Iðnskólann í Hafnarfirði og lærði verklega vöruhönnun. Í framhaldi af því stofnaði ég hönnunarfyrirtækið Cool Design Iceland, hannaði, framleiddi og smíðaði sjálf allar vörur. Ég sé jafnframt um allt annað: myndatökur, myndvinnslu, etc… Og þar sem ég er sannarlega einnar-konu-fyrirtæki og hef haft nægan tíma til að pæla á kóvidtímanum ákvað ég að breyta um nafn og selja undir mínu eigin nafni - Sigrún Einars.
Ég var í Iðnskólanum 2008 - 2011 og þar prufaði ég mig áfram með að nota afganga sem og vistvæn efni. Sérstaklega langaði mig að finna aðferðir þar sem endurunninn pappír kæmi við sögu. Eftir skólann hélt ég tilraunum áfram með að smíða bakka og skálar úr endurunnu bókarefni og spónarblöðum. Útkoman varð„Frá bók til bakka“ og „Frá skruddu til skálar“ – listræn endurvinnsla. Á hverju ári hef ég komið með nýjar útfærslur og árið 2021 fór ég að gera “úrklippubakka” þar sem hver bakki er sjálfstætt listaverk sem einnig er hægt að hengja uppá vegg. Þú getur lesið meira um mig og mína hönnun undir Fjölmiðlaumfjöllun
Verslun og vinnustofa
Ég er með vinnustofu í vesturbæ Kópavogs sem er ávallt opin eftir samkomulagi - hafðu bara samband við mig í 699-1179. Þess utan sel ég í fallegutu verslun bæjarins sem er á Listasafni Íslands.